Úrslit landsleiksins: Ísland - Danmörk

2.2.2020

Í fyrsta skipti íþróttasögunnar á Ísland var haldin landskeppni í rafíþróttum, þegar Ísland og Danmörk kepptu í hermikappakstri, en þessi keppni er hluti af Reykjavik International Games.

Keppnin var í beinni útsendingu á stóra skjánum í Laugardalshöll og einnig á Youtube. Keppninni var lýst á ensku og mjög spennandi að fylgjast með, en sjón er sögu ríkari.

Keppt var eftir Reglubók FIA í sýndarheimum á Spa brautinni í Belgíu á Porsche 911 GT3 bílum. Keppendur íslenska liðsins voru staðsettir í GT Akademíunni í Ármúla, í fullkominni aðstöðu sem þar er að finna.  Danska liðið var hins vegar heima í Danmörku.

Keppendur tengdust við keppnina í gegnum iRacing og er afar raunveruleg, bæði á að líta fyrir áhorfendur og einnig er upplifun keppenda nánast sú sama og ef þeir væru ökumenn í raunverulegum keppnistækjum.

Dönsku ökumennirnir eru gríðarlega öflugir og reyndist töluvert á brattan að sækja fyrir íslensku ökumennina sem urðu að lokum að játa sig sigraða.
Hér eru úrslitin og nöfn íslensku keppendanna:

Iceland

5

Denmark

96

DEN

Marcus

Jensen

25

DEN

Lasse

Bak

+4.901

18

DEN

Alexander

Lauritzen

+6.347

15

DEN

Martin

Christensen

+6.350

12

DEN

Nick

Madsen

+24.922

10

DEN

Thor

Qualmann

+29.382

8

DEN

Frederik

Kjeldgaard Jørgensen

+47.469

6

ISL

Karl

Thoroddsen

+54.152

4

DEN

Mathias

H. Jensen

+1:04.414

2

ISL

Aron

Óskarsson

+1:06.363

1

ISL

Guðfinnur

Þorvaldsson

+1:07.425

ISL

Marínó

Haraldsson

+1:16.766

ISL

Hinrik

Haraldsson

+1:21.127

ISL

Jónas

Jónasson

+1:31.802

ISL

Geir

Þórisson

+2:01.274

ISL

Viktor

Böðvarsson

+2:08.596

ISL

Jón

Þorvaldsson

-1 Lap

DEN

Andreas

Jochimsen

-17 Laps

DNF

 

Karl Thoroddsen stóð sig best íslensku keppendanna og er maður RIG leikanna fyrir hönd AKÍS og landsleiksins í hermikappakstri við Danmörku.
Að öðru leiti var framkvæmd keppninnar mjög góð og íslenska liðið reynslunni ríkari. Svona keppni er þrátt fyrir allt mjög lærdómsrík og gefur tilefni til að skoða landsleiki við aðrar þjóðir og mögulega önnur áhugaverð verkefni fyrir íslenska landsliðið í hermikappakstri.