Úrslit Sindratorfærunnar

5.5.2019

5500 manns á Sindratorfærunni

Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. Heklu héldu Sindratorfæruna  í dag  með pompi og pragt í blíðskaparveðri á Hellu

Það var Geir Evert Grímsson á Sleggjunni sem hreppti Helluna með því að standa efstur að stigum eftir daginn. Hann sýndi flott tilþrif og ók öruggt í gegnum alla keppnina auk þess að klára ána og mýrina með stæl.

Aðrir ökumenn sýndu einnig flott tilþrif. Aron Ingi Svansson á Stormi hreppti tilþrifaverðlaunin í sérútbúna flokknum eftir mikla flugsýningu í brautunum og frábæra björgun frá veltu í tímabraut. Jakob Nielsen Kristjánsson á Pjakknum í götubílaflokk setti flokkinn á annað level og lét vaða á barðið í fyrstu braut og flaug bókstaflega upp og fékk tilþrifaverðlaunin að launum. Haukur Viðar Einarsson á Heklu náði mesta hraðanum á ánni, 98 km/klst og var 4 km/klst frá heimsmetinu.

Íslandmeistarinn og heimsmetshafinn Þór Þormar Pálsson náði sér ekki á strik en sýndi frábæra takta og velti, eins og honum einum er lagið. Óskar Jónsson á Úlfinum kom sá og sigraði í götubílaflokk í sinni fyrstu keppni á nýsmíðuðum bíl, það verður að teljast góður árangur. Bresku hetjurnar frá Top Gear þeir Cristopher Harris og Freddie Flintoff enduðu ofan við miðju sem verður að teljast þokkalegt enda báðir í sinni fyrstu keppni og annar þeirra settist fyrst undir stýri 30 mínútum fyrir keppni.

Önnur úrslit voru þannig:

Götubílar

1 sæti 1382 Óskar Jónsson                       Úlfurinn
2 sæti 1365 Steingrímur Bjarnason        Strumpurinn
3 sæti 1151 Jakob Nielsen Kristjánsson Pjakkurinn
4 sæti 335   Jakob Pálsson                        Hulk

Sérútbúnir

1 sæti 1774 Geir Evert Grímsson               Sleggjan
2 sæti 1712 Ingólfur Guðvarðarsson        Guttinn
3 sæti 1638 Haukur Viðar Einarsson         Hekla
4 sæti 1277 Ásmundur Ingjaldsson           Bomban
5 sæti 1125 Þór Þormar Pálsson                Thor
6 sæti 1051 Cristopher Harris                     Sápan
7 sæti 1050 Freddie Flintoff                        Heimasætan
8 sæti 1041 Páll Jónsson                             Rollan
9 sæti 997   Skúli Kristjánsson                    Simbi
10 sæti 900 Aron Ingi Svansson                 Stormur
11 sæti 801 Guðmundur Elíasson              Ótemjan
12 sæti 740 Guðmundur Guðmundsson   Harmrarinn
13 sæti 680 Bjarki Reynisson                       Dýrið
14 sæti 461 Guðmundur Max Jónsson      Green Thunder
15 sæti 0     Jón Vilberg Gunnarsson          Light foot

 

Staðan í Íslandsmótinu í torfæru