Spennandi brautir, mikil barátta og frábær tilþrif einkenndu torfærukeppnirnar sem haldnar voru á Akranesi um helgina.
Á laugardeginum gerðist það ótrúlega að Ingólfur Guðvarðarson og Atli Jamil Ásgeirsson enduðu efstir og með nákvæmlega jafnmörg stig í sérútbúnaflokknum, 1650. Þetta er að auki í fyrsta skipti sem Ingólfur fær gullið í torfærukeppni!
Fast á hæla þeim kom svo nýliðinn Kristján Finnur Sæmundsson.
Enn ótrúlegra var að sama kom upp í götubílaflokk þegar Steingrímur Bjarnason og Ívar Guðmundsson enduðu líka efstir og jafnir með 1500 stig.
Á sunnudaginn var komið að fyrsta sigri Hauks Viðars Einarssonar sem ók frábærlega allan daginn í sérútbúna flokknum. Geir Evert og Þór Þormar komu þar skammt á eftir. Geir Evert átti sjálfsagt ein bestu tilþrif helgarinnar í sjöttu braut með háu flugi og skemmtilegum snúningi.
Steingrímur Bjarnason sigraði í götubílaflokknum og fékk flest stig yfir helgina sem tryggði honum Skagabikarinn.
Mikil barátta er um efstu sætin á Íslandsmótinu í báðum flokkum og ljóst að úrslitin ráðast ekki fyrr en 18. ágúst á Akureyri.
Staðan í Íslandsmótinu er hér.
Stig | Sæti | Nafn keppenda | Bíll | Rásnúmer | Ísl. Stig |
1650 | 1 | Ingólfur Guðvarðarson | Guttinn Reborn | 77 | 20 |
1650 | 1 | Atli Jamil Ásgeirsson | Thunderbolt | 25 | 17 |
1630 | 3 | Kristján Finnur Sæmundsson | Verktakinn | 84 | 15 |
1610 | 4 | Þór Þormar Pálsson | THOR | 7 | 12 |
1520 | 5 | Haukur Viðar Einarsson | HEKLA | 14 | 10 |
1510 | 6 | Geir Evert Grímsson | Sleggjan | 123 | 8 |
1360 | 7 | Aron Ingi Svansson | Zombie | 90 | 6 |
1250 | 8 | Ásmundur Ingjaldsson | Bomban | 191 | 4 |
1200 | 9 | Guðmundur Elíasson | Ótemjan | 115 | 2 |
1140 | 10 | Hermann Sigurgeirsson | Kubbur | 82 | 1 |
1140 | 10 | Svanur Örn Tómasson | Insane | 61 | |
1080 | 12 | Daniel Gunnar Ingimundarson | Green Thunder | 69 | |
1040 | 13 | Andrew Blackwood | Draumurinn | 27 |
Stig | Sæti | Nafn keppenda | Bíll | Rásnúmer | Ísl. Stig |
1500 | 1 | Steingrímur Bjarnason | Strumpurinn | 402 | 20 |
1500 | 1 | Ívar Guðmundsson | Kölski | 407 | 17 |
1310 | 3 | Eðvald Orri Guðmundsson | Pjakkurinn | 404 | 15 |
1020 | 4 | Haukur Birgisson | Þeytingur | 403 | 12 |
Stig | Sæti | Nafn keppenda | Bíll | Rásnúmer | Ísl. Stig |
1460 | 1 | Haukur Viðar Einarsson | HEKLA | 16 | 20 |
1437 | 2 | Geir Evert Grímsson | Sleggjan | 123 | 17 |
1407 | 3 | Þór Þormar Pálsson | THOR | 7 | 15 |
1403 | 4 | Atli Jamil Ásgeirsson | Thunderbolt | 25 | 12 |
1362 | 5 | Guðmundur Elíasson | Ótemjan | 115 | 10 |
1256 | 6 | Ingólfur Guðvarðarsson | Guttinn Reborn | 77 | 8 |
1233 | 7 | Kristján Finnur Sæmundsson | Verktakinn | 84 | 6 |
1145 | 8 | Ásmundur Ingjaldsson | Bomban | 191 | 4 |
1073 | 9 | Andrew Blackwood | Draumurinn | 27 | |
1050 | 10 | Hermann Sigurgeirsson | Kubbur | 82 | 2 |
1000 | 11 | Aron Ingi Svansson | Zombie | 90 | 1 |
958 | 12 | Daniel Gunnar Ingimundarson | Green Thunder | 69 | |
711 | 13 | Svanur Örn Tómasson | Insane | 61 |
Stig | Sæti | Nafn keppenda | Bíll | Rásnúmer | Ísl. Stig |
1730 | 1 | Steingrímur Bjarnason | Strumpurinn | 402 | 20 |
1526 | 2 | Ívar Guðmundsson | Kölski | 407 | 17 |
1359 | 3 | Snæbjörn Hauksson | Þeytingur | 431 | 15 |
828 | 4 | Eðvald Orri Guðmundsson | Pjakkurinn | 404 | 12 |