Úrslit úr 3 umferð íslandsmótsins í kvartmílu og King of the street

21.9.2014

Þessar keppnir fóru fram í ágætis veðri í gær, Allir sýndu sýnar bestu hliðar og var keppnin mjög spennandi

Veðrið er búið að vera að stríða okkur talsvert í sumar og var loksins hægt að klára þessar síðustu keppnir tímabilsins.
Dagurinn fór aðeins seint af stað á meðan við vorum að bíða eftir að brautinn yrði tilbúinn til aksturs. Vð lentum í hinum og þessum töfum yfir daginn, en í heildina gekk þetta allt bara nokkuð vel.
Mikil keppni var í öllum flokkum og greinilgt var að allir ætluðu að nýta þennan dag til fullnustu.

mynd1 mynd2 mynd3 mynd4 mynd5

Úrslit úr keppnunum voru svo hljóðandi

3 umferð íslandsmótsins
OF flokkur
1. Grétar Franksson
2. Jens S. Herlufsen

ST flokkur
1. Kristján Guðmundsson
2. Bragi Þór Pálsson

TS flokkur
1. Svanur Vilhjálmsson
2. Ingimundur Helgason

G- flokkur
1. Erla Sigríður Sigurðardóttir
2. Ingi Björn Sigurðsson

G+ flokkur
1. Birgir Kristinsson
2. Ingi Björn Sigurðsson

King of the street
6 cyl flokkur
1. Stefán Örn Sölvasson
2. Sveinn Elías Elíasson

8+ cyl DOT
1. Ingimundur Helgasson
2. Daníel Ingimundarson

Racerar yfir 800cc
1. Björn Sigurbjörnsson
2. Birgir Kristinsson

King of the street á bílum:
Ingimundur Helgason

King of the street á hjólum:
Björn Sigurbjörnsson

Kvartmíluklúbburinn þakkar keppendum, áhorfendum, starfsfólki og velunnurum klúbbsins kærlega fyrir skemmtilegt keppnistímabil.

Nú vonum við að veðrið verði eitthvað betra og við getum keyrt eitthverjar æfingar áður en við göngum frá brautinni fyrir veturinn.

Einnig minnum við á að klúbburinn stefnir á að hafa öfluga vetrardagskrá í vetur og verður hún auglýst á heimasíðu klúbbsins www.kvartmila.is