Úrslit úr Sindra torfærunni á Hellu

19.5.2014

Flugbjörgunarsveitin á Hellu hélt Sindra torfæruna laugardaginn 17 maí á Hellu.
20 keppendur voru skráðir í 3 flokkum. Rúmlega 2000 áhorfendur mættu á svæðið.

Keppnin gekk með eindæmum vel og má segja að allt skipulag og undirbúningur hafi virkað 100 prósent.

Keppni hófst á slaginu 13:00 en þá strax höfðu 2 keppendur fallið úr leik. Þeim fækkaði svo jafnt og þett á meðan keppni stóð og einungis 14 keppendur mættu í síðustu braut. Þannig það má segja að mikið hafi verið um bilanir og uppákomur hjá keppendum. Keppni lauk kl 16:58 eða 2 mínutum fyrr en áætlað var.

Vel gekk að koma keppnistækjum í pitt sem höfðu bilað í brautum en ætlunin er að finna enn hraðari leið til þess að koma þeim þann spöl.

Keppendur, starfsmenn og áhorfendur eru í skýjunum með hvernig til tókst að starta keppninni eftir 3 ára hlé og var ekki að sjá annað en mitt fólk hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu hafi engu gleymt í keppnishaldi.

Hér eru efstu 3 í hverjum flokk.

götubílar
1. Stefán Bjarnhéðinsson - Kaldi
2. Steingrímur Bjarnason - Strumpurinn
3. Sævar Már Gunnarsson - Bruce Willys

sérútbúnir götubílar
1. Jón Vilberg Gunnarsson - Snáðinn
2. Bjarki Reynisson - Dýrið
3. Sigfús Gunnar Benediktsson - Snáðinn

sérútbúnir
1. Snorri Þór Árnason - Kórdrengurinn
2. Helgi Gunnarsson - Gæran
3. Guðbjörn Grímsson - Turbo Tröllið

 

Sjá stöðuna í íslandsmótinu hér.

 

Guðbjörn Grímsson - Túrbó tröllið IMG_5659 snorri þór - kórdrengurinn snorri þór 1 Snorri Þór Steingrímur Bjarnason - strumpurinn 2 Steingrímur Bjarnason - strumpurinn valdimar jón sveinsson - crash hard