Eins og flestir vita er hafin vinna við úttekt öryggisbúra í keppnistækjum. Sett hefur verið upp tímaáætlun og vonast er til að flest keppnistæki verði komin með fulla skráningu fyrir fyrstu keppnir í sumar.
Þann 31. janúar 2020 fóru tilvonandi úttektarmenn AKÍS yfir verkferil við skráningu og voru tekin keppnistæki úr mismunandi greinum.
Enn eru lausir tímar í fasta daga sem ákveðnir hafa verið:
Hér er hægt að skrá keppnistækið í skoðun öryggisbúra.
Rétt er að minna á að FIA hefur nýlega gefið akstursíþróttasamböndum heimild til að gefa út svokallaðar lands gerðarvottanir. Þannig að þessi úttekt öryggisbúranna er liður í því að slíkt komist á hérlendis.
Meginniðurstöður
fá frest til að laga það til 1. maí 2021. Tíma þennan mun AKÍS nota til þess að skoða hvað hefur verið gert í öðrum löndum í kringum okkur í þessum efnum og áskilur AKÍS sér rétt til að breyta undanþágum til samræmis við útkomu þeirrar skoðunar og framlengja frest ef ástæða þykir.
Þannig er ljóst að á þessu ári geta öll keppnistæki sem kepptu á síðasta ári áfram verið með í ár með lágmarks tilkostnaði.